Ás lögmannsstofa

Ás lögmannsstofa býður upp á trausta og öfluga lögmannsþjónustu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Boðið er upp á almenna lögfræðiráðgjöf, skjalagerð, málflutning fyrir Héraðsdómi og aðra alhliða lögfræðiþjónustu. Lögð er áhersla á vandaða og persónulega þjónustu við viðskiptavini og hagur þeirra er ávallt hafður að leiðarljósi.

Sunna Axelsdóttir héraðsdómslögmaður er eigandi Áss lögmannsstofu. Hún hefur starfað sem lögfræðingur síðan árið 2012, en þá útskrifaðist hún með M.L. gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Að námi loknu hóf Sunna störf hjá Pacta lögmönnum og Lögheimtunni og starfaði þar til ársins 2017, þegar hún hóf eigin rekstur og opnaði Ás lögmannsstofu. 

Í janúar 2019 sameinuðu Ás lögmannsstofa og Lögmannsstofa Norðurlands krafta sína undir merkjum Lögmannsstofu Norðurlands, en þar starfar einnig Ólafur Rúnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður.

 

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf.