Um stofuna

Ás lögmannsstofa var stofnuð þann 7. júlí 2017 af Sunnu Axelsdóttur héraðsdómslögmanni. Nafn stofunnar er fengið frá æskustöðvum Sunnu, en hún er frá Ási í Kelduhverfi, einum  fallegasta stað landsins.

Merki stofunnar tengist náttúru svæðisins og vísa stöplarnir tveir í merkinu til bergmyndana sem er að finna víða í fallegri náttúru sveitarinnar. Á forsíðu heimasíðunnar má finna mynd af skógivöxnu klettasvæði í Ásbyrgi og einnig mynd úr riti Einars Arnórssonar frá 1911, “Ný lögfræðisleg formálabók”. Ritið var gjöf frá Gunnari Sólnes heitnum hæstaréttarlögmanni og gáfu afkomendur Einars góðfúslegt leyfi fyrir birtingu úr því á heimasíðu lögmannsstofunnar.

Sunna hefur starfað sem lögfræðingur síðan árið 2012, sem lögmaður síðan árið 2014 og hefur hún fengist við fjölbreytt mál á þessum tíma. Sem dæmi má nefna slysamál, kröfuréttarmál, sakamál, samningarétt, fjölskyldumál, erfðarétt, fasteignamál, fullnusturéttarmál, málflutning fyrir héraðsdómi og fleira.

Hjá Ási er ávallt leitast við að veita framúrskarandi þjónustu með áreiðanleika, traust og fagmennsku að leiðarljósi.

Starfsferill

Frá 2017                      Eigandi og héraðsdómslögmaður hjá Ási lögmannsstofu og                                                              Lögmannsstofu Norðurlands.

2017-2018                  Viðskiptastjóri hjá Orange Project ehf.

2014-2017                  Héraðsdómslögmaður hjá Pacta og Lögheimtunni.

2012-2014                  Lögfræðingur hjá Pacta og Lögheimtunni.

Menntun

2014                           Réttindi til að vera héraðsdómslögmaður.

2012                           M.L. gráða í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri.

2010                           B.A. gráða í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri.

2006                           Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri.